Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. febrúar 2011

Íslensk hönnun í Stokkhólmi

Fjórir íslenskir hönnuðir - Sýrusson, Lighthouse, Arkiteo og Furnibloom - sýndu á sameiginlegum bás undir hatti Íslandsstofu á sýningunni Stockholm Furniture Fair sem fór fram í byrjun febrúar. Íslensku hönnuninni var afar vel tekið og gengu hönnuðirnir til samninga við erlenda söluaðila á meðan á sýningunni stóð, að sögn Berglindar Steindórsdóttur hjá Íslandsstofu.

Stockholm Furniture Fair er ætluð fagfólki, framleiðendum, hönnuðum og innkaupaaðilum, en er jafnframt opin almenningi á síðasta sýningardegi. "Sýningin í Stokkhólmi er mjög glæsileg og ein sú stærsta sinnar gerðar í Evrópu. Þátttaka í sýningu sem þessari býður upp á ýmis tækifæri fyrir hönnuði og getur opnað margar dyr," segir Berglind.

Sýningin Íslensk samtímahönnun - Contemporary Design, sem var fyrst opnuð í Reykjavík árið 2009, var sett upp á Stockholm Furniture Fair 2011 á mjög glæsilegu og björtu svæði en sýningin hefur að geyma verk ríflega 20 hönnuða.

Deila