Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. október 2015

Íslensk matvæli kynnt á Borough Market í London

Íslensk matvæli kynnt á Borough Market í London
Dagana 7.-10. október nk. munu 14 íslenskir matvælaframleiðendur kynna vörur sínar á einum elsta og virtasta matarmarkaði Lundúna, Borough Market. Gestir markaðarins leggja mikla áherslu á gæði og uppruna matvæla og því ættu íslensku vörurnar að falla vel í kramið hjá þeim.

Dagana 7.-10. október nk. munu 14 íslenskir matvælaframleiðendur kynna vörur sínar á einum elsta og virtasta matarmarkaði Lundúna, Borough Market. Gestir markaðarins eru gjarnan meðvitaðir neytendur sem leggja áherslu á gæði og uppruna matvæla og því ættu íslensku vörurnar að falla vel í kramið. Fjölbreytt úrval matvæla verður í boði á íslenska svæðinu, m.a. bygg, lambakjöt, mysudrykkur, salt, kleinur, þorsklifur og súkkulaði. Viðvera á Borough Market er mjög gott tækifæri til þess að kynna íslensk matvæli og matarmenningu Íslendinga og vekja þannig áhuga Lundúnarbúa á Íslandi sem matvælalandi. Framleiðendurnir munu einnig heimsækja bændur og aðra aðila sem leggja áherslu á staðbundin matvæli (local food), með það í huga að læra af reynslu þeirra.
Það er Búrið sem stendur fyrir verkefninu, ásamt Íslandsstofu.

Facebook síða verkefnisins

Frétt um íslensk matvæli á Borough Market

Deila