Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2017

Íslenskar bókmenntir njóta vinsælda í Svíþjóð

Íslenskar bókmenntir njóta vinsælda í Svíþjóð
Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 28. september - 1. október sl. Íslandsstofa var með bás á sýningunni, í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag bókaútgefenda, þar sem kynntar voru bækur íslenskra rithöfunda.

Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 28. september - 1. október sl. Íslandsstofa var með bás á sýningunni, í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag bókaútgefenda, þar sem kynntar voru bækur þeirra íslensku rithöfunda sem tóku þátt í dagskrá á staðnum, sem og fjölmargra annarra íslenskra höfunda. Félag bókaútgefenda hélt utan um sölu bóka eftir íslenska höfunda bæði á íslensku og sænsku, en Svíar sýna íslenskum bókmenntum mikinn áhuga.

Samhliða sýningunni fór fram fjölbreytt og umfangsmikil dagskrá þar sem höfundar og aðrir listamenn víða að úr heiminum komu fram. Íslensku rithöfundarnir sem tóku þátt voru Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir.

Bókasýningin í Gautaborg er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum, en að jafnaði taka yfir 800 sýnendur þátt ár hvert og um 100.000 gestir koma og kynna sér efni hennar.

Deila