Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. október 2018

Íslenskar bókmenntir vekja áhuga á Bókamessunni í Gautaborg

Íslenskar bókmenntir vekja áhuga á Bókamessunni í Gautaborg
Íslandsstofa skipulagði íslenskan þjóðarbás á Bókamessunni í Gautaborg í samvinnu við Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag bókaútgefenda.

Bókamessan fór fram dagana 27.- 30 september en hún er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Sýnendur voru um 800 talsins og gestir nálægt 100.000, en þar á meðal voru kennarar, bókasafnsfræðingar og aðrir bókaunnendur.

Á þjóðarbási Íslands voru til sölu bókmenntir eftir íslenska rithöfunda, bæði á íslensku sem og bækur höfunda sem hafa verið þýddar yfir á sænsku og njóta vinsælda í Svíþjóð. Einnig var boðið til sölu úrval fornrita sem vöktu mikinn áhuga gesta og ekki síst unga fólksins, en kom það skemmtilega á óvart. Mikil bókmenntadagskrá fór fram samhliða sýningunni og tóku þar þátt þrír íslenskir rithöfundar, þau Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalmann Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir og fengu höfundarnir og verk þeirra góðar viðtökur.

Nánari upplýsingar um þátttöku Íslands má finna á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta


 

Deila