Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. nóvember 2019

Íslenskur gagnaveraiðnaður í Denver á dögunum

Íslenskur gagnaveraiðnaður í Denver á dögunum
Bás undir merkjum Íslands var í fyrsta sinn á tækniráðstefnunni SC19 sem fram fór á dögunum. Tíu fyrirtæki, sem starfa á sviði gagnavera, tóku þar þátt frá Íslandi.

Um er að ræða eina þekktustu ráðstefnu á sviði svokallaðra ofurtölva eða HPC (e. High Performance Computing). Viðburðinn sækir árlega fjöldi fagaðila og fjárfesta á sviði gagnavörslu, tenginga og greininga.

Ráðstefnan fór fram í Denver, Colorado dagana 18. – 21. nóvember sl. Tíu fyrirtæki, gagnaver og fyrirtæki í tengdri starfsemi, kynntu sig þar undir merkjum Íslands. Eftirtalin fyrirtæki á Íslandi áttu fulltrúa á Íslandsbásnum:

Tekið var á móti gestum á íslenska básnum og þeim kynntir kostir Íslands, tókst vel til og íslensku fyrirtækin ánægð með ferðina. Þegar er byrjað að undirbúa SC20 sem mun fara fram í Atlanta að ári.

Heimasókn til NREL 

Auk þess að taka þátt í ráðstefnunni heimsótti íslenski hópurinn einnig National Renewable Energy Laboratory (NREL), bandarísku rannsóknarstofuna á sviði endurnýjanlegrar orku. Hjá stofunni er unnið öflugt þróunar- og vísindastarf í tengslum við frekari hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, líkt og jarðvarma, vinda og vatns, auk þess sem þar er einnig unnið með hvernig gerfigreind getur komið að gagni í þessum efnum. Fékk hópurinn m.a. að prófa þvívíddargleraugu sem létu menn snögglega reyna loftgæði í bílum framtíðarinnar - eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Deila