Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. desember 2015

Íslenskur saltfiskur í eldlínunni í Lissabon

Íslenskur saltfiskur í eldlínunni í Lissabon
Þann 20. nóvember sl. var "Dagur hins íslenska saltfisk" í Escola de Hotelaria e Turismoskólanum Í Lissabon.

Þann 20. nóvember sl. var "Dagur hins íslenska saltfisk" í Escola de Hotelaria e Turismoskólanum Í Lissabon. Íslandsstofa stóð fyrir kynningunni fyrir hönd íslenskra framleiðenda og útflytjenda og átti gott samstarf við íslenska aðila í Portúgal við kynninguna. Skólinn er rótgróinn og hefur ýmsar námsbrautir, meðal annars matreiðslubraut, veitingastaðastjórnun og hótelstjórnun. Nemendur eru tæplega 500 talsins.

Um morguninn gafst verðandi kokkum tækifæri á að vinna með íslenskan saltfisk í verklegum tímum. Afraksturinn var svo á boðstólum í hádeginu, bæði í mötuneyti nemenda og á veitingastað á vegum skólans sem er opinn almenningi. Af fimm réttum á hádegismatseðli voru þrír sem innihéldu íslenskan saltfisk. Boðið var upp á gómsætar gellur með ostrum og jógúrt, súpu með kjúklingabaunum og saltfisk, og hnakkastykki með kornbrauð, sem er þekktur portúgalskur réttur. Að loknum hádegisverði var haldinn fyrirlestur á sal fyrir nemendur þar sem fjallað var um gæði og uppruna íslenska saltfisksins.

Að endingu komu kennarar og nemendur að máli við fulltrúa Íslandsstofu, gerðu góðan róm að uppákomunni, og lofuðu íslenska saltfiskinn. Þessi viðburður er liður í þeirri stefnu að ná í auknum mæli til ungra og upprennandi matreiðslumanna á helstu mörkuðum fyrir íslenskan saltfisk, en svipaðir viðburðir hafa þegar verið haldnir á nokkrum stöðum á Spáni. 

Deila