Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. nóvember 2013

Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market

Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market
Íslandsstofa var þátttakandi á World Travel Market ferðasýningunni í London dagana 4-7. nóvember sl. Vel gekk á sýningunni og mátti greina mikinn áhuga á Íslandi og Íslandsferðum, að sögn Heru Bráar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Íslandsstofa var þátttakandi á World Travel Market ferðasýningunni í London dagana 4-7. nóvember sl. Vel gekk á sýningunni og mátti greina mikinn áhuga á Íslandi og Íslandsferðum, að sögn Heru Bráar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Íslandsstofa hélt utan um skipulagningu og framkvæmd á þjóðarbási Íslands en átján fyrirtæki tóku þátt fyrir hönd Íslands í ár. Það voru eftirfarandi fyrirtæki:
Bláa Lónið
CampEasy
Elding
Flugfélag íslands
Guðmundur Jónasson
Guðmundur Tyrfingsson
Hótel Selfoss
Hótel Skógar
Icelandair
Iceland Excursions
Iceland Travel
Íslandshótel
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Kea Hotels
Reykjavik Excursions
Snæland Travel
Special Tours
Wow air

Þá var eitt fyrirtæki frá Grænlandi með í för, Arctic Adventures.

Sýningin var mikil að vöxtum að venju, með um 700 sýningarbása og fulltrúa 500 fyrirtækja sem koma víðsvegar að úr heiminum. Áætlað er að um 45.000 fagaðilar hafi sótt sýninguna að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá myndir frá World Travel Market

Deila