Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. september 2018

Japönskum ferðamönnum fer fjölgandi á Íslandi

Japönskum ferðamönnum fer fjölgandi á Íslandi
JATA ferðakaupstefnan var haldin í Tókýó dagana 20.- 22. september sl.

Íslandsstofa skipulagði að venju þjóðarbás á sýningunni, í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þetta árið tóku sex fyrirtæki þátt á bási Íslands: Arctic Nature Hotel, Camp easy, Discover ehf, Gray Line, Icelandair, Iceland Travel og Travel North. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heimsótti sýninguna og tók þátt í umræðum ferðamálaráðherra í upphafi sýningar. 

Ferðamönnum frá Japan heldur áfram að fjölga og eins og undanfarin ár komu nokkur leiguflug beint frá Tókýó í september. Japanir eru mjög heillaðir af norðurljósunum á Íslandi og hafa þeir til að mynda þá trú að mikil gæfa fylgi því að geta barn undir norðurljósum.

Jata ferðakaupstefnan er sú stærsta í Japan og sóttu hana í ár 207.000 gestir frá 136 löndum.


Deila