Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. september 2017

Kraumar í þér kraftur? Íslandsstofa leitar að verkefnisstjóra á svið iðnaðar og þjónustu

Kraumar í þér kraftur? Íslandsstofa leitar að verkefnisstjóra á svið iðnaðar og þjónustu
Íslandstofa leitar að verkefnisstjóra á svið iðnaðar og þjónustu.

Íslandstofa leitar að verkefnisstjóra á svið iðnaðar og þjónustu. Starfið felst í að efla og þróa útflutningsþjónustu sviðsins.

Starfslýsing


Samstarf við fyrirtæki um markaðssetningu erlendis

-  Tengslamyndun og öflun þekkingar á fyrirtækjum og lausnum
-  Gerð áætlana um kynningu á fyrirtækjum og lausnum erlendis
-  Gerð markaðsefnis fyrir hverja atvinnugrein 

Samstarf við samtök, sendiráð og stofnanir

-  Öflun/miðlun upplýsinga um fyrirtæki og fyrirtækjahópa
-  Miðlun upplýsinga til fyrirtækja og fyrirtækjahópa
-  Öflun upplýsinga um tölfræði og markaði
-  Skipulag viðburða erlendis

Kröfur um menntun og hæfni
 

-  Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-  Þekking og reynsla á íslensku atvinnulífi
-  Þekking og reynsla af markaðsstarfi erlendis
-  Góð tungumálakunnátta
-  Áhugi á fólki og íslenskum fyrirtækjum
-  Mjög góðir samskiptahæfileikar

Upplýsingar veitir Inga Björg Hjaltadóttir, inga@attentus.is

Umsóknir óskast fylltar út á attentus.umsókn.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. september

Deila