Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. maí 2015

Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015

Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015
Fyrirtækið Kvikna hlaut í gær Vaxtarsprotann 2015, viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Kvikna er á meðal fyrirtækja sem nýverið luku verkefni Íslandsstofu - Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).
Garðar Þorvarðsson, sem tók þátt í ÚH fyrir hönd Kvikna.

Fyrirtækið Kvikna hlaut í gær Vaxtarsprotann 2015, viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Kvikna er á meðal fyrirtækja sem nýverið luku verkefni Íslandsstofu - Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH). 

Kvikna sérhæfir sig í gerð lækningatækja og hugbúnaðar sem krefst mikillar tæknilegrar þekkingar. Unnið hefur verið að þróun búnaðar fyrir upptöku og úrvinnslu á heilalínuriti sem er einkum ætlaður til greiningar á flogaveiki. Búnaðurinn er hannaður til þess að styðja dreifða vinnslu sem einfaldar og hvetur til samvinnu milli sjúkrastofnana. Kvikna hefur verið að hasla sér völl í Bandaríkjunum auk þess sem dreifing er nú að fara af stað í nokkrum Evrópulöndum.


Starfsmenn fyrirtækisins Kvikna

Nánar um ÚH verkefnið
ÚH verkefnið miðar að því að undirbúa lykilmenn fyrirtækja við að búa til hnitmiðaða markaðsáætlun inn á skilgreindan markað. Er það sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér

Deila