Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. maí 2018

Kynning á samkeppnishæfni Íslands fyrir erlend lífvísindafyrirtæki

Kynning  á samkeppnishæfni Íslands fyrir erlend lífvísindafyrirtæki
Nýverið var undirritaður samstarfssamningur fjárfestingarsviðs Íslandsstofu, Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um kynningu á samkeppnishæfni Íslands fyrir erlend lífvísindafyrirtæki.

KADECO, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar á einnig aðild að verkefninu og var samningur þar að lútandi undirritaður fyrr á árinu. Markmið verkefnisins er að efla vitund erlendra aðila um tækifæri sem felast í því að setja hér niður fyrirtæki á sviði lífvísinda og efna til samstarfs við íslenska aðila. Á árinu hafa verið farnar tvær ferðir til funda við fyrirtæki í N-Ameríku og í kjölfarið hafa þrjú líftæknifyrirtæki heimsótt Ísland með það fyrir augum að skoða aðstæður og hitta mögulega samstarfsaðila. Kynningarstarfi verður haldið áfram í haust, m.a. með fundum í tengslum við ráðstefnur í Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Á myndinni hér að ofan eru (frá vinstri): Chris McClure, ráðgjafi, Óli Örn Eiríksson hjá Reykjavíkurborg, Erna Björnsdóttir hjá Íslandsstofu og Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH.

Deila