Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. maí 2011

Kynning á danska markaðnum

Það var nokkuð fjölmennt á kynningarfundi sem haldinn var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 24. maí þar sem Viðar Ingason, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, hélt erindi um danska markaðinn.

Rúmlega þrjátíu manns úr atvinnulífinu mættu á fundinn til að fræðast um markaðinn og voru viðbrögð einnig góð í viðtöl við Viðar en fullbókað var í þau, þar sem fulltrúar sextán fyrirtækja nýttu tækifærið til að ræða við viðskiptafulltrúann á þeim hálfa degi sem boðið var upp á viðtölin.

Deila