Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. október 2016

Kynning á útboðum Sameinuðu þjóðanna

Kynning á útboðum Sameinuðu þjóðanna
Íslandsstofa og utanríksráðuneytið stóðu nýverið fyrir kynningu um útboð á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN Procurement) þar sem David Costello teymisstjóri hjá innkaupadeild SÞ í New York kynnti atriði sem mikilvægt er að þekkja og hafa í huga þegar tekið er þátt í slíku ferli.

Íslandsstofa og utanríksráðuneytið stóðu nýverið fyrir kynningu um útboð á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN Procurement) þar sem David Costello teymisstjóri hjá innkaupadeild SÞ í New York kynnti atriði sem mikilvægt er að þekkja og hafa í huga þegar tekið er þátt í slíku ferli. Farið var yfir skráningar- og verklag sem notað er við útboðin, skipulag, samstarfsverkefni og kynnt margbreytilegt umhverfi stofnana Sameinuðu þjóðanna víða um heim. Einnig voru nokkur fyrirtæki sem áttu fundi með David þar sem rædd voru einstök verkefni og tækifæri.
Kynningu David Costello má nálgast hér

Með viðburðinum voru Íslandsstofa og utanríksráðuneytið að bregðast við áhuga þeirra sem sótt hafa útboðsþing SÞ í Kaupmannahöfn og kynningar í New York en markmiðið er að auka hlutdeild íslenskra fyrirtækja í samningum við stofnanir SÞ. Árið 2014 buðu stofnanir SÞ út vörur og þjónustu fyrir samtals 17,2 milljarða Bandaríkjadala. Það sama ár gerðu íslensk fyrirtæki samninga við stofnanir SÞ að andvirði u.þ.b. 400 þúsund dala. Sala til SÞ er lærdómsferli sem tekur tíma að komast inn í en tækifærin geta verið þó nokkur. 

Deila