Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. nóvember 2011

Kynning fyrir nýja söluaðila Íslandsferða í Svíþjóð

Íslandsstofa stóð fyrir kynningarfundi fyrir nýja söluaðila Íslandsferða í sendiráði Íslands í Stokkhólmi þann 24 október síðastliðinn. Mikil áhersla var lögð á að kynna hvað Ísland hefur upp á að bjóða allt árið.

13 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt og kynntu vöruframboð sitt á fundinum.
Aðsókn sænskra söluaðila var viðunandi en fundurinn var fyrsta skrefið í því verkefni að fá fleiri ferðaskipuleggjendur til að hefja sölu Íslandsferða. Fundurinn tókst vel en eftir formlegar kynningar var boðið upp á léttar veitingar, leikin íslensk tónlist auk þess sem dregnar voru út veglegar pakkaferðir til Íslands, sem íslensku fyrirtækin sameinuðust um að leggja til.

Alls hafa komið 27.437 Svíar til Íslands það sem af er þessu ári, en það er aukning upp á 21.9% frá árinu á undan. Horfur á áframhaldandi aukningu frá Svíþjóð eru góðar og því ljóst að um spennandi markað er að ræða

Deila