Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. desember 2020

Kynningarfundur um fjárfestingarumhverfið á Íslandi

Kynningarfundur um fjárfestingarumhverfið á Íslandi
Markmið viðburðarins var að auka vitund erlendra fjárfesta og fyrirtækja um þau tækifæri sem eru í fjárfestingum á Íslandi.

Íslandsstofa, í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York, stóð fyrir kynningarfundi um fjárfestingar á Íslandi 30. nóvember. Yfirskrift fundarins var „How do I Invest in Iceland" og markmiðið var að auka vitund erlendra fjárfesta og fyrirtækja um þau tækifæri sem eru í fjárfestingum á Íslandi, og kynna það viðskiptaumhverfi sem hér er.

Á fundinum komu fram ýmsir sérfræðingar í viðfangsefninu. Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði fundinn og því næst  var farið yfir aðild Íslands að alþjóðasamningum, tækifæri til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og í Kauphöll, viðskiptaumhverfi, fjármálageirann hér á landi og loks hvernig er að búa og starfa á Íslandi. Eliza Reid, forsetafrú, lokaði fundinum.

Hér má horfa á streymi frá fundinum


Deila