Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. desember 2014

Kynningarfundur um upprunamerkingar

Kynningarfundur um upprunamerkingar
Þann 11. desember sl. stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um upprunamerkingar þar sem Marie Christine Monfort hjá Marketing Seafood í Frakklandi fór yfir áhrif nýrrar reglugerðar ESB um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum.

Fimmtudaginn 11. desember sl. stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um upprunamerkingar. Á fundinum fór Marie Christine Monfort, sem hefur meira en 20 ára reynslu af ráðgjöf í markaðssetningu sjávarafurða, yfir áhrif nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum (fishery and aquaculture products). Þá fjallaði hún einnig um viðbrögð erlendra kaupenda úti á mörkuðunum við þessum fyrirhuguðu breytingum.

Í erindi Marie Christine kom m.a. fram að með breyttum reglum verða framleiðendur eða söluaðilar að skrá á nákvæmari hátt veiðisvæði og veiðarfæri en áður hefur verið gert. Hún sagði einnig að í ljósi þessara breytinga yrði línuveiddur íslenskur þorskur enn verðmætari afurð í augum kaupenda og neytenda erlendis, og nefndi Bretland sérstaklega í þeim efnum. Eftir erindið fóru fram ágætar umræður um hvaða áhrif breytingar á upprunamerkingum muni hafa í för með sér fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki.

Hér er hægt að skoða kynningu Marie Christine, en auk þess benti hún á gagnlegar upplýsingar á vef ESB og leiðbeiningar þeirra (A pocket guide to EU's new fish and aguaculture consumer labels) varðandi nýju merkingarnar.

Deila