Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. maí 2016

Landkynning í París á EM í Frakklandi í sumar

Landkynning í París á EM í Frakklandi í sumar
Íslandsstofa vinnur að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem haldið verður þar í landi 10. júní - 10. júlí 2016.

- Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á Signubökkum 

Íslandsstofa vinnur að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem haldið verður þar í landi 10. júní - 10. júlí 2016.
 
Landkynningarverkefnið er skipulagt af Parísarborg. Íslandsstofa fer með verkefnastjórn og koma þrjú ráðuneyti að því (utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið) auk sendiráðs Íslands í París.
 
Markmið verkefnisins er að kynna Ísland og allt sem íslenskt er í Frakklandi og verður m.a. efnt til ýmissa list- og matarviðburða í París af þessu tilefni.
 
Íslandsstofa verður með lítið landkynningarhús á Signubökkum Parísar á meðan mótið stendur yfir, en allar þátttökuþjóðirnar verða með kynningar á svæðinu. Nú gefst íslenskum fyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þessa aðstöðu til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Við bjóðum upp á afnot af húsinu í ákveðinn tíma yfir daginn þar sem fyrirtæki geta boðið til sín gestum og viðskiptavinum (húsið tekur allt að 8 manns).*
 
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Margréti Helgu Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra hjá Íslandsstofu, margret@islandsstofa.isfyrir 9. maí nk.

* Parísarborg hefur sett strangar reglur sem fara þarf eftir á svæðinu.

Litla húsið

Deila