Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. febrúar 2012

Lappland sótt heim

Hópur ferðaþjónustuaðila frá Íslandi er nú staddur í Lapplandi. Hópurinn er þangað kominn til að afla sér þekkingar á vetrarferðaþjónustu á svæðinu og hefur undanfarna daga fengið kynningar og fræðslu frá ýmsum fyrirtækjum í ferðaþjónustu þar.

Finnar hafa lagt mikla áherslu á vöruhönnun og fræðslustarf í ferðaþjónustu undanfarin ár. Þetta virðist hafa skilað sér í aukningu ferðamannaheimsókna til Lapplands, en á síðasta ári fjölgaði ferðamönnum á svæðinu um 9%. Árið 2012 lofar einnig góðu þar sem yfir 12% aukning mældist í janúarmánuði. Heimamenn hafa mikil áform um uppbyggingu í heilsársferðamennsku og hyggjast herja á erlenda markaði til að fjölga ferðamönnum til Lapplands enn frekar.

Íslenski hópurinn samanstendur af fulltrúum fyrirtækja sem eru þegar starfandi í ferðaþjónustu
og hafa áform um frekari þróun þjónustu yfir veturinn. Þátttakendur eru frá eftirfarandi fyrirtækjum: Ríki Vatnajökuls, Hótel Rangá, Saga Travel, Hótel Reynihlíð, Tanni Travel, Hótel Framtíð, Hótel Varmahlíð, Akureyrarstofu og Kynnisferðum, auk fulltrúa frá Íslandsstofu sem annast skipulagningu ferðarinnar, í samvinnu við heimamenn.

Deila