Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. nóvember 2019

Lífvísindaráðstefna í New York í desember

Lífvísindaráðstefna í New York í desember
Íslandsstofa og aðalræðisskrifstofan í New York eiga aðild að Nordic-American Life Science Conference sem fram fer í New York dagana 4. – 5. desember næstkomandi.

Í ár tekur íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis þátt í pallborðsumræðum á fyrri degi ráðstefnunnar. Þar mun Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, taka þátt í umræðum undir yfirskriftinni „Raising Capital in the U.S.“. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður Íslands í New York verða jafnframt á staðnum til að kynna markaðstækifæri á Íslandi.

Auk þess að hlýða á pallborðsumræður ýmiss konar gefst á ráðstefnunni tækifæri til að sækja  kynningar ýmissa sérfræðinga og norrænna fyrirtækja á sviði heilbrigðistækni og lífvísinda. Einnig gefst þar gott tækifæri til tengslamyndunar en ráðstefnuna sækir að jafnaði fjöldi fjárfesta og sérfræðinga auk fyrirtækja í greininni.


 

Deila