Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. janúar 2013

Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði

Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði
Íslandsstofa kynnir markaðs- og söluþjálfun fyrir þá stjórnendur fyrirtækja í mannvirkjahönnun sem afla verkefna erlendis. Í verkefninu er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í markaðsstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur.

Íslandsstofa kynnir markaðs- og söluþjálfun fyrir þá stjórnendur fyrirtækja í mannvirkjahönnun sem afla verkefna erlendis.

Í verkefninu er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í markaðsstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur. Í maí er áætluð markaðsheimsókn til Noregs þar sem skipulagðir verða viðskiptafundir og fyrirtæki í einkageiranum heimsótt.

Dagskrá:

  • Vinnufundur 30. janúar: söluskilaboð og markaðsefni, menningarlæsi og samningatækni
  • Vinnufundur 20. febrúar: samskiptahæfni, sölutækni og þjónusta
  • Vinnufundur 11.-13. mars: kynningartækni og kynningar fyrir erlendum kaupendum
  • Markaðsheimsókn í maí: Osló, Stavanger og Bergen

Þátttökugjald fyrir vinnufundina þrjá er kr. 160.000. Innifalið í gjaldinu eru öll gögn, veitingar og gisting á síðasta vinnufundi. Kostnaður vegna Noregsferðar er ekki innifalinn í þátttökugjaldi.

Þetta er samvinnuverkefni faghóps mannvirkjahönnuða og Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar veita:
Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is,
Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is

Deila