Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. febrúar 2012

Markaðs- og söluþjálfun fyrir söluaðila sjávarafurða

Íslandsstofa býður upp á sitt annað námskeið í markaðs- og söluþjálfun sem er sniðið að þörfum starfsmanna fyrirtækja sem markaðssetja og selja sjávarafurðir á erlendum mörkuðum.

Námskeiðið stendur yfir í fjóra mánuði og verður ein vinnustofa í mánuði.

Þátttökugjald er kr. 100.000 á fyrirtæki miðað við einn þátttakanda. Óski fyrirtæki eftir að senda fleiri þátttakendur er kostnaður kr. 25.000 á hvern auka þátttakanda, en einungis þrír komast að frá hverju fyrirtæki. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námsgögn, fyrirlestrar og veitingar.

DAGSKRÁ

Samningatækni og menningarmunur
28. febrúar frá 12.00–17.30

Sala og þjónusta á markaði erlendis
28. mars frá 12.00–17.30

Markaðsupplýsingar og tímastjórnun
18. apríl frá 13.00–16.30

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í verkefnið þurfa að gera það fyrir fimmtudaginn 23. febrúar með tölvupósti á bjorn@islandsstofa.is.

Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is.

Deila