Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. apríl 2015

Markaðsfundir Ísland - allt árið

Markaðsfundir Ísland - allt árið
Markaðsfundir eru haldnir annan hvern mánuð og er aðeins ætlaðir þátttakendum Ísland – allt árið.

Markaðsfundir eru haldnir annan hvern mánuð og er aðeins ætlaðir þátttakendum Ísland – allt árið. Fundunum er ætlað að viðhalda góðu upplýsingaflæði innan hópsins til að fá sem mest út úr markaðssetningunni. Á fundunum verður farið yfir tilvonandi markaðsaðgerðir verkefnisins og hvernig best er að tengja sig við þær. Einnig verður farið yfir önnur markaðstengd mál sem gætu nýst verkefninu og gefst þátttakendum tækifæri á að koma sínum athugasemdum á framfæri til hópsins.

Haldnir hafa verið þrír fundir það sem af er árs, þátttakendum hafa verið kynntar markaðsáherslur og aðgerðir herferðarinnar sem er að hefjast. Ennfremur hefur verið boðið upp á fræðslu fyrir þátttakendur, má þar nefna að aðili frá Google kom á fund og fór yfir það hvernig þátttakendur geta tengt sig við herferðina beint, en þróun á því hefur staðið síðan í haust í samstarfi við Íslandsstofu. 

Deila