Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. febrúar 2015

Markaðsverkefni fyrir iðnaðar- og þjónustufyrirtæki

Markaðsverkefni fyrir iðnaðar- og þjónustufyrirtæki
Íslandsstofa hefur, í samstarfi við fyrirtæki og stuðningsumhverfið, hafið sérstakt markaðsverkefni sem miðar að því að auka stuðning við iðnaðar og þjónustufyrirtæki við útflutning.

Íslandsstofa hefur, í samstarfi við fyrirtæki og stuðningsumhverfið, hafið sérstakt markaðsverkefni sem miðar að því að auka stuðning við iðnaðar og þjónustufyrirtæki við útflutning.

Liður í ferlinu er að kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku auk þess að meta þarfir þeirra. Könnunin var send fyrr í vikunni á fyrirtæki í eftirfarandi starfsgreinum: Upplýsingatækni, grænni tækni, mannvirkjagerð, heilbrigðistækni, líftækni auk tækni og búnaðs fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu. Við hvetjum fyrirtæki til að taka þátt.

Markaðsverkefnið felst í vefsíðu sem Íslandsstofa vinnur að í samstarfi við fyrirtæki og stuðningsumhverfið og miðar að því að aðstoða iðnaðar- og þjónustufyrirtæki við útflutning. Vefsíðan veitir fyrirtækjunum aðgang að upplýsingum sem nýtast sérstaklega við undirbúning og beina markaðssetningu inn á erlenda markaði. Vefsíðan skiptist í þrjá yfirflokka: markaðsefni sem allar starfsgreinar eiga að geta nýtt sér við erlenda markaðssetningu, verkfærakistu sem styður við markaðsefnið auk fræðslu og þjálfunar sem inniheldur fræðsluefni, upplýsingar um námskeið og ráðgjafarþjónustu fyrir þau iðnaðar- og þjónustufyrirtæki sem stunda eða stefna á útflutning.

Ef fyrirtæki þitt telst til ofangreindra starfsgreina en þú hefur ekki fengið könnunina senda í tölvupósti getur þú óskað eftir að fá hana senda með því að senda póst á netfangið hrafnhildur@islandsstofa.is

Deila