Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. janúar 2016

Markaðsverkefnið Made in Iceland hefst að nýju í Kína

Markaðsverkefnið Made in Iceland hefst að nýju í Kína
Made in Iceland kynnir undir einum hatti vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja og greiðir leið þeirra við að koma á viðskiptasamböndum í Kína. Verkefnið hefur nú göngu sína í fjórða sinn og býðst fyrirtækjum að slást í hópinn.

Made in Iceland kynnir undir einum hatti vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja og greiðir leið þeirra við að koma á viðskiptasamböndum í Kína. Verkefnið hefur nú göngu sína í fjórða sinn og býðst fyrirtækjum að slást í hópinn.

Made in Iceland er samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í Kína, Íslandsstofu og utanríkisþjónustu Íslands  en það eru starfsmenn sendiráðsins sem sjá um sjálft kynningarstarfið. Verkefnið, sem er til tveggja ára í senn, hófst formlega árið 2009. Um tuttugu fyrirtæki taka þátt hverju sinni, auk rúmlega tíu íslenskra fyrirtækja með starfsstöðvar í Kína. Þátttakendur eru kynntir á ensku og kínversku á vefsíðunni www.made-in-iceland.com.cn  og í bæklingi á kínversku sem dreift verður á valda aðila á markaði. Að auki er leitast við að finna tækifæri til frekari kynninga, s.s. sýningar og aðra viðburði. Síðast en ekki síst fá þátttakendur gott aðgengi að viðskiptafulltrúa Íslands í Kína þar sem öll vinna tengd verkefninu hefur ákveðinn forgang.

Gjald fyrir þátttöku í tvö ár er 32.500 kr. sem svarar til fimm klst. vinnu viðskiptafulltrúa sendiráðsins. Fyrirtæki sem vilja styrkja markaðsstarf sitt í Kína með því að taka þátt í verkefninu eru hvött til að hafa samband sem fyrst við Petur Yang Li, viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í Kína, petur.yang@utn.stjr.is eða Ernu Björnsdóttur, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, erna@islandsstofa.is

Deila