Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. október 2015

Matreiðslunemar á Spáni kynnast leyndarmálum "Bacalao de Islandia"

Matreiðslunemar á Spáni kynnast leyndarmálum "Bacalao de Islandia"
Í liðinni viku stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi (Bacalao de Islandia) í CSHM kokkaskólanum í Valencia. Kynningin í skólanum er liður í markaðsverkefni sem Íslandsstofa vinnur í samstarfi við íslenska fiskframleiðendur og útflytjendur.

Í liðinni viku stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi (Bacalao de Islandia) í CSHM kokkaskólanum í Valencia. Kynningin í skólanum er liður í markaðsverkefni sem Íslandsstofa vinnur í samstarfi við íslenska fiskframleiðendur og útflytjendur.  

Á kynningunni fengu rúmlega 120 nemendur skólans að kynnast leyndarmálinu á bak við „Bacalao de Islandia“. Ásbjörn Björnsson var fulltrúi Íslandsstofu á staðnum og fjallaði um veiðar og vinnslu og kom einnig inn á mismunandi afurðaflokka fyrir saltaðan þorsk á spænska markaðnum. Eftir kynningu Ásbjörns sá spænski Michelin kokkurinn Maria José San Román, sem á og rekur veitingastaðinn Monastrell í Alicante, um sýnikennslu í matreiðslu (show cooking) á mismunandi réttum úr íslenskum þorski. Óhætt er að segja að Maria José hafi náð vel til nemenda skólans með þekkingu sinni og færni í eldamennsku á íslenska hráefninu. Maria José, sem hefur komið oft til Íslands sem dómari í Food and Fun keppninni, kynnti ekki aðeins íslenska þorskinn heldur einnig Ísland almennt eins og sönnum "Íslandsvini" sæmir.

Eftir sýnikennsluna var boðið upp á saltfisksmökkun sem nemendur og kennarar skólans sáu um að útbúa. Mikil ánægja var hjá skólanum með samstarfið við Ísland en samskonar kynning var haldin í starfsstöð sama skóla í Madrid í maí sl. Áhugi er hjá báðum aðilum að eiga frekara samstarf um að kynna saltaðan þorsk frá Íslandi.

Eitt af markmiðum markaðsverkefnisins „Saltaðar þorskafurðir í Suður Evrópu“, er að þróa fræðsluprógramm fyrir kokkaskóla auk þess að vinna með matreiðslumönnum. Með kynningum eins og þessum, sem nú hafa verið haldnar í Madrid og Valencia, hefur þessum markmiðum verið mætt en samskonar kynningar eru fyrirhugaðar í Bilbao og Lissabon í nóvember.

Hér að neðan má sjá nokkar myndir frá kynningunni í Valencia

Deila