Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. júní 2018

Menningarferðaþjónusta á Íslandi rædd á fundi

Menningarferðaþjónusta á Íslandi rædd á fundi
Íslandsstofa stóð fyrir opnum fundi og vinnustofu um menningarferðaþjónstu fyrr í dag á Hilton Reykjavík Nordica.

Á fundinum voru farið var yfir stöðu menningarferðaþjónustu á Íslandi og fulltrúar frá Reykjanesi, Akureyri og Reykjavík fluttu erindi um málefnið. Viðhorf erlendra ferðamanna til lista og skapandi greina á Íslandi voru rædd og einnig varpað upp hugmynd að sameiginlegri mörkun, svo dæmi séu tekin.
Að fundi loknum tók við vinnustofa þar sem tækifæri til eflingar menningarferðaþjónustu á Íslandi voru kortlögð.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér að neðan.

Deila