Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. nóvember 2014

Metþátttaka frá Íslandi á World Travel Market í London

Metþátttaka frá Íslandi á World Travel Market í London
Íslandsstofa tók þátt í einni stærstu ferðasýningu heims, World Travel Market í London, dagana 3-6. nóvember sl. Aldrei hafa jafnmargir tekið þátt á sýningunni fyrir Íslands hönd en yfir 50 aðilar frá átján fyrirtækjum voru með í för.

Íslandsstofa tók þátt í einni stærstu ferðasýningu heims, World Travel Market í London, dagana 3-6. nóvember sl. Aldrei hafa jafnmargir tekið þátt á sýningunni fyrir Íslands hönd en yfir 50 aðilar frá átján fyrirtækjum voru með í för að þessu sinni.

Íslandsstofa hélt utan um þjóðarbás Íslands á staðnum. Mjög vel gekk á sýningunni og mátti greina mikinn áhuga á Íslandi og Íslandsferðum, að sögn Ingu Hlínar Pálsdóttur, forstöðumanns ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Bláa lónið var tilfnefnt til verðlauna á fyrstu Global Wellness Travel Awards og hlaut viðurkenningu fyrir “Best for mineral or Hot Spring” og einnig sem “Country winner” fyrir Skandinavíu.

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt í ár voru eftirfarandi:
Bláa Lónið, Elding, Flugfélag Íslands, GoNorth, Hotels of Iceland, Hótel Selfoss, Icecave, Icelandic Mountain Guides, Icelandair, Icelandair hotels, Iceland Excursions, Iceland Travel, Kea Hótels, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Special Tours, Stracta Hotels og Wow air.

Sýningin var mikil að vöxtum að venju, með um 700 sýningarbása og fulltrúa 5000 fyrirtækja frá 186 löndum. Áætlað er að yfir 50.000 gestir hafi sótt sýninguna í ár.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

Deila