Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. október 2013

Metþátttaka íslenskra fyrirtækja á kaupstefnu í Nuuk

Metþátttaka íslenskra fyrirtækja á kaupstefnu í Nuuk
Íslensk fyrirtæki fjölmenntu til Nuuk á Grænlandi í síðustu viku þar sem þau sóttu kaupstefnu sem Íslandsstofa, ásamt Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og Flugfélagi Íslands, stóðu fyrir.

 

Íslensk fyrirtæki fjölmenntu til Nuuk á Grænlandi í síðustu viku þar sem þau sóttu kaupstefnu sem Íslandsstofa, ásamt Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og Flugfélagi Íslands stóðu fyrir.

Kaupstefnan stóð yfir í þrjá daga og gengu fundir íslensku og grænlensku fyrirtækjanna vel fyrir sig. Sýning íslensku fyrirtækjanna í menningarhúsinu Katuaq var vel sótt af almenningi en þar kynntu fyrirtækin vörur sínar og þjónustu. Fjölbreytt dagskrá var í menningarhúsinu meðan á sýningu stóð en skákfélagið Hrókurinn opnaði sýninguna með því að gefa grænlenskum börnum taflborð og -menn og boðið var upp á sýningu á kvikmyndinni Málmhaus fyrir menntaskólanema, og mældist hvoru tveggja vel fyrir.

Þetta er fjórða árið í röð sem kaupstefnan fer fram og hefur þátttaka íslenskra fyrirtækja aldrei verið meiri. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra fyrirtækja sem fóru til Grænlands í ár:

Altak
Arctic Services
Arion banki
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Borgarplast
DB Schenker Iceland
Eimskip
Faxaflóahafnir
Flugfélag Íslands
Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarnes
Ikea
Ísmar
Jónar Transport
Landsvirkjun
Lindex
Mannvit
Mælibúnaður
Norðlenska
Oddi
PricewaterhouseCoopers
Rafnar
Samskip
Seigla ehf.
Sláturfélag Suðurlands
Thorice
TVG-Zimsen
Umbúðir & Ráðgjöf
Verkís
Viðskiptaráð Íslands

Markmið kaupstefnunar var að auka viðskiptaleg tengsl milli landanna en einnig að kynna grænlenskum almenningi það vöru- og þjónustuframboð sem íslensk fyrirtæki hafa upp á að bjóða. Þetta var því einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á grænlenska markaðnum til að hitta heimamenn og stofna til viðskiptasambanda þar. Undurbúningshópur hefur unnið mjög náið með aðalræðismanni Íslands í Nuuk þetta árið, en aðalræðisskrifstofa Íslands var opnuð þar fyrr á árinu.

Nánari upplýsingar veita Aðalsteinn H. Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa.is og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, kristin@chamber.is

 

Deila