Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. janúar 2013

Mikil aukning ferðamanna utan hefðbundins tíma

Mikil aukning ferðamanna utan hefðbundins tíma
Tæplega 40% af aukningu ferðamanna síðasta árs átti sér stað síðustu 4 mánuði ársins, utan hins hefðbundna ferðamannatíma

 

Tæplega 40% af aukningu ferðamanna síðasta árs átti sér stað síðustu 4 mánuði ársins, utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Þetta kemur fram í tölum sem starfsmenn Íslandsstofu hafa tekið saman, en Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Ísland allt árið sem er sérstakt átak ferðaþjónustunnar og hins opinbera til að auka áhuga ferðamanna á Íslandi utan hefðbundins ferðatíma

Fyrir helgi gaf Ferðamálastofa út tölur um komu ferðamanna til landsins á árinu 2012, þar sem fram kemur að ferðmönnum fjölgaði um 106 þúsund milli áranna 2011 og 2012.  Við nánari greiningu þeim tölum má sjá að ferðamönnum fjölgaði um rúmlega 40 þúsund síðustu 4 mánuði ársins. Það er langt umfram hlutfall þessara mánaða í meðalári og bendir til þess að átakið Ísland allt árið sé að skila árangri.

Jón Ásbergsson framkvæmdarstjóri Íslandsstofu sem rekur verkefnið Ísland allt árið er ánægður með árangurinn:

 “Það eru fleiri þættir sem spila inni í og við getum ekki þakkað okkur einum árángurinn. En okkur finnst áhugavert að tæplega 2/3 aukningarinnar kemur frá þeim sex löndum sem við höfum lagt áherslu á í markaðsstarfi Ísland - allt árið undanfarið ár.” Segir Jón og bætir við: “Það er bjargföst trú okkar að verkefnið skilar auknum áhuga ferðamanna á landinu og þeirri þjónustu sem þátttakendur bjóða. Við teljum að þessar tölur styðji það.

Við vitum að sú athygli sem landið fékk vegna gossins í Eyjafjallajökli var mikils virði. En það þarf góða eftirfylgni í formi markaðs- og sölustarfs til að breyta slíkri stundarathygli í verðmæti og þar hefur Ísland - allt árið skipt sköpum tel ég.“ 

63% af fjölgun ferðamanna í haust og vetur hefur komið frá þeim markaðssvæðum sem Ísland - allt árið hefur starfað á. Það er mat þeirra sem standa að Ísland allt árið að það sé sterk vísbending um átakið hafi umtalsverð áhrif.

Deila