Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. nóvember 2011

Mikil jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market 2011

Íslandsstofa tók þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London dagana 7-10. nóvember.

Sýningin var mikil að vöxtum að venju, með um 700 sýningarbásum og fulltrúum 5.000 fyrirtækja frá öllum heimshornum. Áætlað að um 55.000 fagaðilar hafi sótt sýninguna að þessu sinni.

Mikil jákvæðni var í garð Íslands og Íslandsferða og sögðu ferðasöluaðilar á staðnum frá mikilli aukningu í bókunum á ferðum til Íslands, sem er talin vera tilkomin m.a. vegna aukins aðdráttarafls Norðurljósanna á Íslandi.

Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, verkefnisstjóri markaðssóknar á Bretlandsmarkaði, sá um skipulagningu og framkvæmd á Íslandsbásnum, en auk Íslandsstofu tóku eftirfarandi fyrirtæki þátt undir merkjum Visit Iceland:

Air Iceland
Arctic Adventure Aps
Blue Lagoon
CenterHotels
Elding Reykjavik Whale Watching
Gudmundur Jonasson Travel
Hotel Selfoss
Iceland Excursions - Gray Line Iceland
Iceland Express
Iceland Travel
Icelandair UK & Ireland
Icelandic Farm Holidays
Reykjavik Excursion
Special Tours
Snæland Grimsson Travel
Visit Reykjavik

Deila