Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. mars 2011

Mikill áhugi á Íslandi á TUR ferðasýningunni

Íslandsstofa tók þátt í TUR ferðasýningunni sem fór fram í Gautaborg í Svíþjóð dagana 24.-27. mars 2011. TUR er stærsta ferðasýningin í Svíþjóð en um 50.000 manns sóttu sýninguna að þessu sinni. Sýningin er annarsvegar vettvangur fyrir B2B og hinsvegar fyrir almenning. 17 fyrirtæki tóku þátt á Íslandsbásnum.

Á Íslandsbásnum var boðið upp á íslenskt vatn í frá Icelandic Glacial auk þess sem staðið var fyrir happdrætti þar sem ýmsir vinningar voru í boði t.a.m. flug til Íslands, máltíðir og dagsferðir á Íslandi. Sendiráð Íslands í Svíþjóð stóð fyrir móttöku á básnum á B2B hluta sýningarinnar og hélt sendiherra Íslands Guðmundur Árni Stefánsson stutta tölu af því tilefni.

Greina má mikinn áhuga í Svíþjóð á ferðalögum til Íslands en samkvæmt rannsóknum þar í landi hyggjast mun fleiri Svíar að ferðast til útlanda á árinu 2011 en árið áður. Það er því greinilegt að eftir miklu er að slægjast á sænska markaðnum.

Deila