Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. desember 2012

Mikill áhugi á samskiptafærni

Mikill áhugi á samskiptafærni
Fjöldi fólks mætti til að hlusta Timothy Harkness, yfirsálfræðing hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea FC, halda fyrirlestur um hvernig höndla eigi erfið samtöl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi fólks mætti til að hlusta Timothy Harkness, yfirsálfræðing hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea FC, halda fyrirlestur um hvernig höndla eigi erfið samtöl.

Í heimi viðskipta greinir fólk oft á um ólík sjónarmið og þegar miklir hagsmunir eru í húfi er mikilvægt að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Rúmlega áttatíu manns fengu innsýn inn í að hverju þarf að huga og hvernig best sé að bregðast við þegar samtöl eiga sér stað við slíkar kringumstæður.

Góður rómur var gerður af fyrirlestri Tims og ljóst að einhverjir eiga eftir að skoða það betur í framhaldinu hvernig þeir geta haft jákvæð áhrif á samskipti sín við aðra. 

Deila