Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. mars 2014

Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum

Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum
Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um málefnið menningarlæsi í alþjóðaviðskiptum. Þar var m.a. farið yfir hvernig hægt er að láta menningarmun vinna með sér í stað þess að vera hindrun í samskiptum

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um menningarlæsi í alþjóðaviðskiptum þar sem Kína, Noregur, Þýskaland og Bretland voru í forgrunni. Þar var m.a. farið yfir hvernig hægt er að láta menningarmun vinna með sér í stað þess að vera hindrun í samskiptum. Meðal þess sem kom fram var að nauðsynlegt er að átta sig á hvað menningarmismunur er og hvernig litið er á eigin menningu áður en hafist er handa við að greina aðra menningarheima. Á vinnustofunni sköpuðust áhugaverðar umræður um málefnið meðal þátttakenda.

Leiðbeinandi var Guðjón Svansson en hann hefur 15 ára reynslu af kennslu, þjálfun og ráðgjöf varðandi menningarmun í alþjóðaviðskiptum.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Hér að neðan má sjá myndir frá vinnustofunni

Deila