Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. maí 2014

Mikilvægi nýsköpunar rætt í Háskólanum í Reykjavík

Mikilvægi nýsköpunar rætt í Háskólanum í Reykjavík
Íslandsstofa kom að skipulagi Nýsköpunartorgsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík sl. föstudag og laugardag. Um var að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu árangur sinn í nýsköpun.

Íslandsstofa kom að skipulagi Nýsköpunartorgsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík sl. föstudag og laugardag. Um var að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu árangur sinn í nýsköpun. Ráðstefnan hófst með sameiginlegri dagskrá en síðan voru haldnar málstofur um þrjár línur í uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja þar sem fyrirtækjum var skipt upp í deildir eftir þroskastigi. Íslandsstofa sá um málstofur tengdar markaðsmálum í öllum þremur deildum en þar var m.a. rætt um mikilvægi undirbúnings við markaðssetningu, nauðsyn markaðsáætlunar og hvernig fyrirtæki geta byggt upp tengslanet sitt á alþjóðamarkaði.
Íslandsstofa þakkar fulltrúum frá fyrirtækjunum Betri Svefn, Reykjavík Letterpress, AGR, Íslenskum æðardún og Thor Ice fyrir þátttökuna í málstofunum. 

Deila