Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. apríl 2016

Mismunandi merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu

Mismunandi merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu
Þann 14. apríl sl. stóð Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um nýja skýrslu um merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu - „Labelling Seafood – What a challange“.

Þann 14. apríl sl. stóð Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um nýja skýrslu sem fjallar um merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu - „Labelling Seafood – What a challange“.  Það er fyrirtækið Marketing Seafood sem vann skýrsluna en á fundinum fór Marie Christine Monfort, annar höfunda hennar, yfir helstu atriði skýrslunnar. Fundurinn var haldinn á Nauthóli og hann sóttu um 30 manns auk nokkurra sem fylgdust með í fjarfundi, þar á meðal nemendur í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.

Í erindi Marie Christine kom m.a. fram hversu mörg ólík merki geti verið að finna á neytendaumbúðum sjávarafurða. Þarna geta verið gæðamerki eins og franska merkið Label Rouge, upprunamerki landa (t.d. Ísland, Noregur, Alaska og Pavillion France), merki um sjálfbærni (MSC og Iceland Responsible Fisheries vottun og Friends of the Sea) og merki fyrir lífræna vottun. Fram kom í erindi Marie Christine að erfitt sé að átta sig á öllum þessum mismunandi merkjum og eins hvort viðkomandi merki hafi raunverulegan ávinning, annars vegar fyrir framleiðendur og hins vegar neytendur.
Brynjólfur Eyjólfsson, formaður stjórnar Ábyrgra Fiskveiða, var fundarstjóri.

Hér er hægt að skoða kynningu Marie Christine frá fundinum.

 

Deila