Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. nóvember 2014

Mörkun Íslands - kynningarfundur 24. nóvember

Mörkun Íslands - kynningarfundur 24. nóvember
Hvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland? Hver er ímynd Íslands erlendis? Hvernig er hún metin?

Hvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland? Hver er ímynd Íslands erlendis? Hvernig er hún metin?

Fyrirtækið FutureBrand, sem sérhæfir sig í mörkun (branding), hefur um árabil gert rannsóknir á viðhorfum fólks til einstakra landa. Kannað er hvaða mælivíddir það eru sem móta viðhorfin þegar kemur að innkaupum á vörum og þjónustu, hvert fólk velur að ferðast, hvar það menntar sig og hvar fyrirtæki eru stofnsett. FutureBrand hefur einnig rannsakað hvernig tengingar við einstök lönd hafa áhrif á kauphegðun og fjallar nýleg skýrsla þeirra „Made in…“ um vaxandi mikilvægi uppruna afurða fyrir neytendur.

Hólmfríður Harðardóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu FutureBrand í New York, og Sven Seger, yfirhönnuður, munu kynna nýjustu „Country Brand“ skýrslu  fyrirtækisins sem kemur út í nóvember og nýlega  „Made in…“ skýrslu, á fundi sem Íslandsstofa heldur mánudaginn 24. nóvember nk.

Sven hefur meira en 20 ára reynslu í vinnu við mörkun og mótun vörumerkja. Hann hefur sem yfirhönnuður m.a. unnið fyrir American Airlines, UPS, Disney og Cadillac. Áður en hann gekk til liðs við FutureBrand var hann yfirmaður hönnunarmála hjá Siegel+Gale.

Hólmfríður er framkvæmdastjóri FutureBrand skrifstofunnar í New York og hefur auk þess leitt verkefnastjórn fyrirtækis undanfarin þrjú ár. Hún hefur starfað í Bandaríkjunum síðustu 15 árin við mörkun og  m.a. unnið fyrir Intel, American Express, Disney, UPS og Microsoft. 

Kynningarnar eru á ensku og munu fjalla um:

1. What is a country brand?
2. Which elements create a country brand?
3. Can a country brand be measured?
4. How does origin influence consumer decision making?
5. What are Iceland's opportunities?

Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í sal I-H kl. 10:30 – 12:00 mánudaginn 24. nóvember og er öllum opinn. 

Deila