Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. nóvember 2018

Norrænt samstarf á sviði ferðamála í París

Norrænt samstarf á sviði ferðamála í París
Íslandsstofu tekur þátt í norrænni vinnustofu sem fer fram í dag í París, ásamt sjö íslenskum fyrirtækjum.

Vinnustofan er skipulögð í samstarfi við skrifstofur ferðamála í Finnlandi, Danmörku og Noregi sem eru einnig með sína fulltrúa á staðnum. 

Með Íslandsstofu í för eru íslensku ferðaþjónustufyrirtækin Icelandair, Wow air, Icelandair Hotels, Snæland Travel, Reykjavik Excursions, Terra Nova Iceland og Guide to Iceland. Munu fulltrúar fyrirtækjanna fá tækifæri til að hitta franska söluaðila sem hafa áhuga á að bjóða upp á ferðir til Íslands, en búist er við um 100 gestum á vinnustofuna.

Vinnustofan er haldin í tengslum við svonefnda „Be Nordic“ daga í París þar sem Norðurlöndin eru kynnt sem spennandi áfangastaðir, ásamt norrænum lífsstíl. Norrænt samstarf á sviði ferðaþjónustu hefur aukist undanfarin ár og eru allar líkur á að framhald verði þar á.


Deila