Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. desember 2019

Ný skýrsla um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn

Ný skýrsla um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn
Samtök leikjaframleiðenda, IGI, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu hafa gefið út nýja skýrslu um stöðu tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi.

Skýrslan var unnin af Northstack en í henni er að finna yfirgripsmikið yfirlit yfir tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi, umfang hans og þróun undanfarin 10 ár. kemur meðal annars fram að hér á landi starfa 17 tölvuleikjafyrirtæki með 345 starfsmenn.

Á árunum 2009-2016 tvöfaldaðist velta í greininni úr nærri 7,5 milljörðum króna í 14,5 milljarða króna á ári. Tekjur íslenska leikjaiðnaðarins eru uppsafnað 100 milljarðar króna síðustu tíu ár og koma þær að mestu erlendis frá en gjaldeyristekjur greinarinnar eru um 95% af veltu fyrirtækja í greininni. Frá 2009 hafa íslensk leikjafyrirtæki gefið út 83 leiki  eða 1,5 leik að meðaltali í hverjum mánuði. Sumir af fremstu fjárfestum heims á þessu sviði hafa fjárfest í íslenskum leikjafyrirtækjum, þ.m.t. Sequoia, Tencent og Index Ventures.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér

Deila