Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. september 2018

Nýjar markaðsáherslur Inspired by Iceland kynntar

Nýjar markaðsáherslur Inspired by Iceland kynntar
Íslandsstofa kynnti í gær nýjar markaðsáherslur Inspired by Iceland fyrir fullum sal á Radisson Blu Hótel Sögu.

Upptökur frá fundinum má finna hér

Á fundinum fóru Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður og Daði Guðjónsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, yfir árangur síðustu markaðsherferðar Inspired by Iceland #TeamIceland ásamt því að kynna næstu markaðsáherslur út árið 2018 í samstarfi fyrirtækja. Nánari upplýsingar verða veittar þegar herferðin fer formlega af stað í byrjun október. Í lok fundar sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu og markaðssviðs Bláa lónsins, frá þátttöku í verkefninu og hvaða ávinningi það hefur skilað fyrirtækinu. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu stjórnaði fundinum.

Tilgangur markaðsverkefnisins á árinu 2018 er að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem uppruna gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti.


Deila