Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. maí 2017

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur
Íslandsstofa og Rannís opnuðu nýverið nýjan og áhugaverðan vef á ensku um nám á Íslandi.

Íslandsstofa og Rannís opnuðu nýverið nýjan og áhugaverðan vef á ensku um nám á Íslandi.
Vefurinn er ætlaður erlendum aðilum sem stefna á nám hér á landi og vilja kynna sér hvað er í boði, hvað það kostar og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla til þess að hefja hér nám. Þá eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um lífið á Íslandi t.d. dvalarleyfi, veðurfar og íslenskunám.

Vefurinn verður undirvefur Íslandskynningarvefsins www.iceland.is og hefur þar fengið slóðina study.iceland.is en sú slóð sem kynnt hefur verið erlendis um árabil, þ.e. www.studyiniceland.is verður ennþá virk og vísar á nýja vefinn. 

 

Deila