Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. nóvember 2014

Nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi ræddar á fundi í Tókýó

Nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi ræddar á fundi í Tókýó
Í liðinni viku fór fram ráðstefna í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi, á vegum íslenska verslunarráðsins í Japan og sendiráðs Íslands í Tókýó.

Í liðinni viku fór fram ráðstefna í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi, á vegum íslenska verslunarráðsins í Japan og sendiráðs Íslands í Tókýó.

Á ráðstefnunni hélt Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu erindi um erlenda fjárfestingu og nýsköpunartengd tækifæri í því sambandi. Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, flutti opnunarávarp þar sem hann sagði m.a. að Ísland byði upp á hagstætt umhverfi fyrir nýjar erlendar fjárfestingar og að stefna ríkisstjórnar Íslands væri að bæta það umhverfi enn frekar. Þá tóku frumkvöðlarnir Árni G. Hauksson, stjórnarformaður sprotafyrirtækisins Amivox og Arnar Jensson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cooori einnig til máls fyrir Íslands hönd. Liðlega 100 aðilar úr fjárfestinga- og nýsköpunar-umhverfinu mættu á ráðstefnuna.
Samhliða fundinum undirrituðu Háskólinn í Reykjavík og Tokyo Institute of Technology samstarfssamning um skiptinám á sviði tölvunarfræði, en báðir háskólar eru leiðandi á sviði tæknimenntunar í sínum heimalöndum.

Deila