Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. mars 2012

Nýtt fólk hjá Íslandsstofu

Gengið hefur verið frá ráðningum í þrjú störf hjá Íslandsstofu á sviði markaðssóknar.

Eftirfarandi voru ráðnir/ráðnar:

Líney Arnórsdóttir er ráðin til að sjá um utanumhald á teyminu Almannatengsl og fjölmiðlaferðir ásamt því að sinna verkefnum tengdum vefsíðum og samfélagsmiðlum. Vinnan felst m.a. í því að samþætta vinnu almannatengslaskrifstofanna og skipuleggja fjölmiðlaferðir. Hún mun einnig verða tengiliður við Bandaríkjamarkað og þar með Scandinavian Tourism Inc. skrifstofuna okkar í New York. Líney hefur víðtæka menntun og starfsreynslu á þessu sviði frá Bandaríkjunum. Hún lauk Master of Arts prófi í Public Relations frá University of Miami vorið 2009 og hefur frá þeim tíma starfað að almannatengslaverkefnum fyrir Ketchum Global Inc. sem er eitt af stærri PR fyrirtækjum í heimi. Tekur til starfa strax í næstu viku.


Kristjana Rós Guðjohnsen verður í teyminu Almannatengsl og fjölmiðlaferðir og verður sérstakur tengiliður við listir og skapandi greinar. Hún mun sjá um að efla tengsl okkar við miðstöðvar skapandi greina ásamt því að efla tengsl við sendiráðin varðandi almennar Íslandskynningar og kynningar í tengslum við menningarviðburði. Hún mun einnig sinna verkefnum tengdum öðrum greinum eins og á við. Kristjana er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarið unnið sem verkefnastjóri fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) auk þess sem hún hefur stundað kennslu við Listaháskólann og sinnt sérverkefnum á borð við Grasrót IX í Nýlistarsafninu. Tekur til starfa 18. apríl.

Margrét Helga Jóhannsdóttir fer í teymi um Viðburði erlendis og erlent tengslastarf og mun m.a. annast þar sérstakt utanumhald um erlenda tengiliði er tengjast ferðaþjónustunni. Hún mun koma að almennum ferðaþjónustumarkaðsverkefnum s.s. Heilsulandið Ísland ofl. Hún mun einnig sinna ákveðnum ferðasýningum s.s. TUR, Vestnorden og MidAtlantik. Hún mun verða tengiliður við Skandinavíumarkað. Margrét er um þessar mundir að ljúka meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin sex ár verið product manager hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova (innanlands deild). Tekur til starfa 18. maí.

Að undanförnu hafa tveir starfsmenn kvatt Íslandsstofu sem störfuðu í markaðssókn. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir sem nú starfar sem markaðsstjóri hjá fyrirtækinu Snæland Grímsson hætti í febrúar og Sunna Þórðardóttir mun kveðja okkur þann 10. apríl næstkomandi og hefja störf hjá Iceland Travel. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir velunnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Deila