Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. desember 2016

Nýtt verkefni um ábyrga ferðaþjónustu

Nýtt verkefni um ábyrga ferðaþjónustu
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Íslandsstofu, SAF, Ferðamálastofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsskrifstofur landshlutanna og Safe Travel bjóða til kynningarfundar um ábyrga ferðaþjónustu á Grand Hótel 16. desember kl. 8.30-9.30.

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Íslandsstofu, SAF, Ferðamálastofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsskrifstofur landshlutanna og Safe Travel vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Af þessu tilefni verður efnt til kynningarfundar 16. desember kl. 8.30-9.30 á Grand Hótel Reykjavík.

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Markmið hvatningarverkefnisins er meðal annars að:  

  • Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Setja fram skýr skilaboð frá ferðaþjónustufyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.
  • Draga fram dæmi um það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.
  • Skipuleggja fræðsluviðburði þar sem fyrirtækin fá stuðning til að setja sér markmið, fræðast og bera saman bækur sínar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Kynna bestu aðferðir frá sambærilegum verkefnum erlendis frá.

Vinsamlegast tilkynntu þátttöku á kynningarfundinum með því að skrá þig á meðfylgjandi hlekk.

Deila