Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. janúar 2019

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, sem er samstarfsvettvangur Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðaþjónustu.

Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 27. febrúar. 

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

- Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
- Ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna

Vakin er athygli á að stjórn NATA leggur sérstaka áherslu á umsóknir sem tengjast sjálfbærri ferðamennsku.

Nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu


Deila