Opnað fyrir umsóknir um NATA styrki
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, sem er samstarfsvettvangur Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðaþjónustu. Hægt er að sækja um styrki fyrir þróunar- og markaðsverkefni í ferðaþjónustu og ferðastyrki vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna. Nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu.