Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. október 2014

Ráðstefna skapandi greina 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís

Ráðstefna skapandi greina 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís.

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist.

Ráðstefnan er ein sinnar tegundar, hana sækja listamenn og skapandi frumkvöðlar í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. 

Þemað í ár er skapandi samsláttur (e. Creative Synergy), þar sem áhersla er lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.

Skráningargjaldið hefur aldrei verið lægra, það er gert til að styðja við skapandi greinar á Íslandi. Miðaverð er 7.900 kr fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki og 12.500 kr fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Dagskráin í heild sinni og skráning á ráðstefnuna er á www.youareincontrol.is

Nýjasta viðbótin í dagskrána er myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson ótvíræður meistari skapandi samsláttar. Verk Ragnars hafa verið sýnd út um allan heim, m.a. í New Museum, ICA Boston, Museo Guggenheim Bilbao, Carnegie Museum of Art og MoMA PS1 svo eitthvað sé nefnt. Hann verður með erindi á ráðstefnunni og verk hans The Man verður einnig sýnt í Bíó Paradís.

Um You Are In Control
Ráðstefnan er ein sinnar tegundar, hana sækja listamenn og skapandi frumkvöðlar í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. Fyrirlestrar, skemmtilegar vinnustofur, pallborðsumræður og lokapartý sem enginn mun gleyma. 

You Are In Control er framleidd af Íslandsstofu í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina: Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN),Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð Íslands,Hönnunarmiðstöð Íslands, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Miðstöð íslenskra bókmennta, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.

Deila