Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. október 2015

Sameiginlegur fundur um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis

Sameiginlegur fundur um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis
Íslandsstofa og samtök um Heilsuferðaþjónustu stóðu fyrir umræðufundi um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis á Nauthól föstudaginn síðasta.

Íslandsstofa og samtök um Heilsuferðaþjónustu stóðu fyrir umræðufundi um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis á Nauthól föstudaginn síðasta.

Eftir kynningu frá Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu héldu nokkrir aðilar stutt erindi, það voru Anna G. Sverrisdóttir, forstöðumaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu, Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ, Martha Eiríksdóttir, verkefnisstjóri og að lokum Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu – og markaðssviðs Icelandair Hotels.

Yfir þrjátíu manns sóttu fundinn og tóku þátt í umræðum. Rætt var um samstarf varðandi markaðssetningu erlendis og sjónum beint að því hvernig því eigi að vera háttað, hvaða tækjum og tólum ætti að beita og hvernig markaðssetja eigi Ísland sem áfangastað fyrir heilsuferðaþjónustu. Gagnlegar umræður sköpuðust um viðfangsefnið og verða helstu niðurstöður dregnar saman og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar þeim sem mættu á fundinn. 

Deila