Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. október 2015

Samgöngumál í brennidepli á kaupstefnu á Grænlandi

Samgöngumál í brennidepli á kaupstefnu á Grænlandi
Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sóttu kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 26. og 27. október sl. Tilgangur ferðarinnar var að auka viðskiptatengsl milli landanna, en einnig að kynna íslenskar vörur fyrir grænlenskum almenningi.
Frá vinstri Pétur Ásgeirsson ræðismaður, Ulla Lynge framkvæmdastjóri Sermersoq business council, Árni Gunnarsson formaður GLÍS,  Anders Stenbakken framkvæmdastjóri Visit Greenland, Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, Mikael  Højgard forstjóri Air Greenland og Gunnar Már Sigurfinnsson forstjóri Icelandair Cargo.


Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sóttu kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 26. og 27. október sl. Tilgangur ferðarinnar var að auka viðskiptatengsl milli landanna, en einnig að kynna íslenskar vörur fyrir grænlenskum almenningi. Þetta er fimmta árið í röð sem viðburðurinn fer fram.

Í dagskrá kaupstefnunnar kenndi ýmissa grasa. Fyrirtækin funduðu með grænlenskum samstarfsaðilum og boðið var upp á kynningar um samstarfsmöguleika landanna. Þannig kynnti Vittus Qujaukitsoq ráðherra utanríkis-, viðskipta og auðlindamála yfirgripsmiklar fyrirætlanir um að gera ferðaþjónustu einn af hornsteinum efnahagslífs á Grænlandi á fundi með hópnum á fimmtudag. Féll það efni vel að hádegisfundi sem haldinn var á föstudag þar sem samgöngumál voru í brennidepli og mörg áhugaverð erindi flutt.

Deila