Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. október 2018

Sautján íslensk fyrirtæki heimsækja Kaliforníu

Sautján íslensk fyrirtæki heimsækja Kaliforníu
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum um áfangastaðinn Ísland fyrir ferðaþjóna í Los Angeles, San Jose og San Francisco í Kaliforníu dagana 9.- 12. október.

Alls sóttu 84 aðilar vinnustofurnar og lýstu margir þeirra yfir ánægju með það að fá landkynninguna á heimavelli.
Í kjölfar kynningar frá fulltrúa Íslandsstofu var boðið upp á örfundi með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sem kynntu fjölbreytta þjónustu sína.

Mikill vöxtur hefur verið í komu ferðamanna frá Bandaríkjunum undanfarin ár. Beint flug er nú í boði allan ársins hring til Los Angeles og stóran hluta ársins til San Francisco og því þótti Kalifornía tilvalinn staður til landkynningar.

Fulltrúar sautján íslenskra fyrirtækja voru með í för: Borea Adventures, Elding Adventure at Sea, Eskimos Travel, Gray Line Iceland, Hótel Húsafell, Iceland Travel, Iceland Pro Travel, Icelandair, Icelandair hotels, Into the Glacier, Reykjavík Excursions, Superjeep, Snæland Travel, Special Tours, Terra Nova og WOW air, auk Markaðsstofu Vestfjaraða.


Deila