Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. júní 2012

Sendinefnd frá Kína

Sendinefnd frá Kína
Í síðastliðinni viku kom hingað til landsins sendinefnd frá Viðskiptaráði Kína á sviði lyfja og heilsuvara. Sendinefndin kom á vegum utanríkisráðuneytisins og fundaði með íslenskum fyrirtækjum.

Í síðastliðinni viku kom hingað til landsins sendinefnd frá Viðskiptaráði Kína á sviði lyfja og heilsuvara. Sendinefndin var hingað komin á vegum utanríkisráðuneytisins og fundaði m.a. með íslenskum fyrirtækjum. Íslandsstofa skipulagði heimsóknir fyrir sendinefndina í sex íslensk lyfja- og heilsufyrirtæki: Orf líftækni, Össur, Zymetech, Lýsi, Actavis og Bláa lónið.

Kínversku fulltrúarnir voru afar ánægðir með heimsóknirnar og töldu íslensku fyrirtækin standa mjög framarlega hvert á sínu fagsviði. Kínverska viðskiptaráðið hefur innan sinna vébanda yfir 2.400 fyrirtæki á þessu sviði og má því segja með heimsókninni hafi opnast enn frekari möguleikar á viðskiptum milli landanna.

 

 

 

Deila